ÞJÓNUSTA
Chasing M2 kafbátadróni.
Kafbátadrónar í eftirlit á sjó og vötnum Þ
etta er kafbátur með bæði ljósmynda- og myndbandsupptöku sem er tilvalið að nota við eftirlit á bátum, skipum, í fiskeldi, höfnum og víðar. Og auðvitað einnig hægt að nota hann við rannsóknir eða við björgunaraðgerðir,“ segir Arnar Þór Þórsson, eigandi Dronefly ehf., um Chasing M2 sem er í boði hjá fyrirtækinu. Dronefly ehf. er umboðsaðili Chasing Innovation á Íslandi.
Fjórar gerðir Dronefly ehf. er með fjórar gerðir af kafbátadrónum og er Chasing M2 sá
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1926 – Ný bók – Fiskarnir Bjarn i Sæmundsson: Fiskarnir. 544 bls. í stóru broti, með 266 myndum og litprentuðu sjókorti af Íslandi. Verð ib. 15,00, ób. 12,00. – Lýsing á öllum íslenskum fiskum í sjó og vatni með myndum af þeim öllum og lýsingu á lifnaðarháttum þeirra. Mesta fróðleiksnáma fyrir alla íslenska fiskimenn. Fæst hjá bóksölum. Auglýsing Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, október 1926.
fullkomnasti. Chasing M2 getur kafað á allt að 100 metra dýpi og hefur átta mótora sem gera honum kleift að kafa lárétt, lóðrétt og í hvaða gráðu sem er. Rafhlaðan endist í tvær til fjórar klukkustundir og er auk þess hægt að skipta um hana. Myndgæðin í kafbátadrónanum eru gríðarlega mikil en hann er með 4K myndbandsupptöku og tekur 12MP ljósmyndir. Einnig er hægt er að streyma úr kafbátnum í beinni, yfir YouTube, Facebook eða aðra miðla. Stjórnendur geta því fylgst með á skrifstofunni eða úr brúarhúsi á meðan aðrir stýra bátnum. Allar ljósmyndir og myndbönd vistast á microSD kort. Auk þess er á honum 4000 lumen LED ljós og mögulegt að fá öflugri kastara eða 12000 lumens. Þá er hægt að setja á kafbátinn arm sem er stjórnað með fjarstýringu ofansjávar. Auk kafbátsins er hægt að fá margs konar dróna hjá Dronefly ehf. „Við erum einnig með dróna sem geta lent á sjó og vatni og farið með myndavél niður fyrir yfirborðið sjávar. Einnig erum við með
64
dróna sem hafa hitamyndavélar, mælingardróna og margt fleira,“ segir Arnar Þór.
Reynslumestir í drónum Dronefly ehf. er fyrirtæki frá árinu 2014 og var stofnað af Arnari Þór sem hafði áður starfað í nokkur ár sem einyrki í sölu og þjónustu við dróna. „Þetta er fyrsta íslenska sérverslunin á þessu sviði. Þjónusta okkar er af ýmsum toga, þ.á.m. drónaverslun, -verkstæði, -námskeið, -leiga, sjónvarps- og kvikmyndatökur,“ segir Arnar Þór. Dronefly ehf. er í dag sá sölu- og þjónustuaðili á Íslandi sem hefur mesta reynslu í drónum. „Við sjáum um sölu á drónum fyrir áhugafólk og fagfólk. Einnig bjóðum við viðgerðarþjónustu fyrir allar tegundir dróna. Við erum með sérhæfða menn til að lesa úr bilunum og/eða göllum á drónum og sérhæfum okkur í að taka að okkur verkefni við myndbandsgerð og ljósmyndun, með einum af fullkomnustu drónum sem bjóðast í heiminum,“ segir Arnar Þór að lokum.