SKIPAVIÐHALD
Jotun málning til verndar skipum og stáli V
ið höfum um árabil verið í samstarfi við norska fyrirtækið Jotun sem framleiðir efni til málningar á stálvirki, hvort heldur eru einstakir skrokkhlutar skipa og báta eða heildarmálun. Þessi efni hafa reynst mjög vel hér á landi og eru í stöðugri framþróun, bæði hvað varðar notkun á sjó og landi. Þetta er mikilvægasti þátturinn í því að vernda málma fyrir salti og veðrun og þess vegna skiptir öllu máli að nota góð efni og vinna verkið með réttum hætti. Okkar hlutverk er bæði að selja efnin og veita ráðgjöf um efnisval, undirvinnu og málunina sjálfa,“ segir Guðjón Finnur Drengsson, sölustjóri Jotunvara hjá Málningu hf. Jotun framleiðir málningar fyrir bæði stálskip og plastbáta samkvæmt ákveðnum kerfum eftir því hvort um er að ræða botn skipa eða skrokkhluta ofansjávar. Þessi efni hafa verið notuð til málunar skipa á Íslandi til fjölda ára og staðist vel hina hörðu íslensku veðráttu.
Fjölbreytt efni og ráðgjöf „Við seljum efnin og veitum þjónustu vegna málningarefnanna en gjarnan eru það starfsmenn slippanna sem annast málningarvinnuna sjálfa eftir okkar forskrift. Þegar skip eru tekin upp til hreinsunar og málunar veitum við ráðleggingar um hvernig skuli vinna verkið og hvaða efni skuli nota í hverju og einu tilfelli. Allt er þetta unnið í góðu samstarfi við útgerðirnar og ákveðið í samstarfi við þær hversu þykk botnmálning á að vera út frá því hvenær áætlað er að taka skipin upp næst. Það getur verið mismunandi en algengt að miðað sé við þrjú ár í botnmálningu. Botnmálningin er
Guðjón Finnur Drengsson, sölustjóri Jotunvara hjá Málningu hf. Að baki honum er
togarinn Taurus í slipp í Reykjavík en hann var heilmálaður með Jotun málningarefnum.
sjálfslípandi og það þýðir að ef lagt er upp með þriggja ára endingartíma við botnmálun þá ætti málningin að hafa því sem næst slípast niður að þeim tíma liðnum,“ segir Guðjón.
Grunnvinnan mikilvægust Þegar skip eru máluð skiptir undirvinnan og grunnmálningin miklu máli. „Öll lög málningar skipta miklu mál en það er með þetta eins og t.d. húsbyggingar að ef grunnurinn er ekki góður þá verður það sem ofan á kemur ekki nægjanlega gott. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á
vandaða vinnu og efnisnotkun allt frá innsta lagi til þess ysta.“ Selta, sjórgangur og stormar gera að verkum að skip og bátar eru undir miklu álagi og þess vegna segir Guðjón öllu máli skipta að tryggja vernd skipsskrokkana. „Útgerðir gera sér vel grein fyrir mikilvægi góðrar umhirðu og þarf ekki annað en horfa í kringum sig í höfnum til að sjá að þær hugsa almennt vel um sín skip. En það er líka vert að halda því til haga að málning skipa og báta er ekki bara eingöngu spurning um verndun heldur einnig prýði.“
ÆGIR Í 115 ÁR
Í gegnum söguna
1946 – Fyrsti nýi togarinn fer á flot
1949 – Gjaldþrota fiskimið
Samkvæmt útdrætti þeim, er gerður var um 20 af þeim togurum, sem verið er að smíða fyrir Íslendinga í Bretlandi, hlaut Reykjavíkurbær fyrsta togarann. Togara þessum var hleypt af stokkunum þann 18. maí síðastl. Skipið var skreytt fánum, en frú Ástriður Einarsdóttir, kona Jóns Axels Péturssonar bæjarfulltrúa, framkvæmdi skírnarathöfnina, og var skipinu gefið nafnið Ingólfur Arnarson, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Frétt, júní 1946.
Sé það rétt, sem hermt hefur verið, að samtímis hafi verið 500-600 botnvörpuskip að veiðum við suðurströnd Íslands í vetur, að ég nú ekki nefni þúsund, eins og sumir hafa getið sér til, má fara nærri um, hvernig umhorfs verði, þá er allar þær þjóðir, sem fyrr voru nefndar, hafa fulltygjað sig til að veiða hér við land. Úr forystugrein, mars 1949.
86