HAFNAÞJÓNUSTA
Fjölbreytt hlutverk Faxaflóahafna
Þjónusta vegna millilandasiglinga er mikilvægur þáttur í
starfsemi Faxaflóahafna.
Gamla höfnin í Reykjavík er eina höfuðborgarhöfnin í Evrópu
sem er með virka fiskútgerð, fiskmóttöku og fiskvinnslu.
Mynd: Faxaflóahafnir Gunnar Ingi Leifsson
Mynd: Faxaflóahafnir / Pétur Þór Lárusson
F
axaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir, þ.e. Akraneshöfn, Borgarneshöfn, Grundartangahöfn og Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið er sameign fimm sveitarfélaga: Akranesskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar, Reykjavíkurborgar og Skorradalshrepps. Höfnin í Reykjavík er eina höfuðborgarhöfnin í Evrópu sem er með virka fiskútgerð, fiskmóttöku og fiskvinnslu. Allt árið um kring er gamla höfnin notuð fyrir löndun á sjávarafla, hafsækna ferðaþjónustu, skipaviðgerðir og sem olíubirgðastöð. Í Norðurbugt eru flotbryggjur fyrir trillubáta og í Vesturhöfn eru verbúðir og viðlegukantar fyrir smærri báta og togara. Sundahöfn er stærsta inn- og útflutningshöfn landsins og því mikilvægur hlekkur í flutningakeðju landsins. Tvö vöruhótel og tvær frystigeymslur eru á svæðinu ásamt fullkominni aðstöðu til vöruafgreiðslu og meðhöndlunar, góð löndunaraðstaða á Skarfabakka og aðstaða til afgreiðslu skemmtiferðaskipa.
Miklar framkvæmdir Á síðasta ári hófust framkvæmdir við ný söluhýsi fyrir hafsækna ferðaþjónustu við Ægisgarð og voru þau fyrstu afhent í ágúst síðastliðnum. Í Suðurbugt er nýr
ÆGIR Í 115 ÁR Í gegnum söguna 1954 – Íslendingur kennir Indverjum fiskveiðar Enn fjölgar þeim íslendingum, sem ráðast utan til þess að kenna öðrum þjóðum fiskveiðar eða hagnýtingu sjávarafurða. Guðjón Illugason skipstjóri úr Hafnarfirði hefur ráðist austur til Asíu og á að kenna Indverjum fiskveiðar. Frétt, mars 1954.
Dráttarbátar Faxaflóahafna sinna margvíslegum verkefnum í þjónustu við viðskipta-
vini.
Myndir: Faxaflóahafnir/Gunnar Ingvar Leifsson
öldubrjótur kominn í gagnið ásamt því að svæðið hefur verið dýpkað, nýir landgangar settir upp og fleira gert. Nýtt hús hefur verið reist sem hýsir rafdreifikerfi fyrir Faxagarð og Austurbakka fyrir skip sem eiga að geta tengst 1,5 MVA afli á lágspennu. Í Sundahöfn hefur verið lokið við byggingu Sundabakka en hann verður meginhafnarbakki fyrir farmstöð Eimskip í Vatnagörðum. Bakkagerðinni fylgdu sporbitar fyrir nýjan gámakrana Eimskips sem tekinn var í notkun haustið 2019 samhliða því að gengið var frá yfirborði bakkans, lýsingu og veitutengingum. Við Klettagarða hefur verið unnið að landfyllingu þar sem nýtt er efni sem kemur úr lóð Landsspítalans. Um verður að ræða 25.000-30.000 m2 með frágegnum sjóvörnum en úr grunninum fæst allt það grjót sem þarf til þess.
Mikil tækifæri til uppbyggingar Grundartangi er iðnarðarhöfn með inn-
90
og útflutning. Tvö af orkufrekustu iðnfyrirtækjum landsins eru á svæðinu auk annarra iðnfyrirtækja og því mikil tækifæri til frekari uppbyggingar atvinnulífs. Góðir innviðir eru til staðar á hafnarsvæðinu, skilvirkar samgöngur og aðgangur að raforku fyrir smærri sem stærri iðnað. Akraneshöfn er mest nýtt fyrir löndun á sjávarafla. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar er staðsettur á hafnarsvæðinu en hann tryggir að útgerðir geti selt veiddan fisk og að vinnsluaðilar fái fisk til vinnslu, á öruggan og hagkvæman hátt. Þá hefur Akranes upp á mikla möguleika að bjóða þegar kemur að skemmtiferðaskipum. Á Akranesi hefur verið unnið að undirbúningi að endurnýjun og lengingu fremsta hluta Aðalhafnargarðs. Sett verður stálþil á fremsta hluta garðsins og hann lengdur um 110 metra. Viðlega við þennan hluta garðsins verður því um 220 metrar. Meginþungi framkvæmda verður á árunum 2021 til 2023.